"Tekst, upp að vissu marki, að vekja hræðslu áhorfenda og sum atriði láta hárin rísa," segir Kolbeinn Rastrick gagnrýnandi Lestarinnar meðal annars um Kulda eftir Erling Óttar Thoroddsen.
Jóna Gréta Hilmarsdóttir fjallar um Kulda Erlings Óttars Thoroddsen í Morgunblaðinu og skrifar meðal annars: "Kuldi er ágæt mynd og skemmtileg áhorfs. Það getur hins vegar verið vandi að aðlaga bók kvikmyndaforminu og sumt er vel gert en annað ekki."
Kvikmyndin Kuldi í leikstjórn Erlings Óttars Thoroddsen verður kynnt kaupendum á yfirstandandi Cannes hátíð. Danska sölufyrirtækið LevelK annast sölu á heimsvísu. Myndin verður frumsýnd í haust.