Erlingur Óttar gerir „Kulda“

Erlingur Óttar Thoroddsen.

Erlingur Óttar Thoroddsen mun leikstýra bíómyndinni Kulda sem byggð er á bók Yrsu Sigurðardóttur. Sigurjón Sighvatsson framleiðir.

Þetta kemur fram á Vísi.

Kuldi kom út 2012, ári á eftir Ég man þig. Söguþræði er svo lýst:

Þegar ungur maður fer að rannsaka upptökuheimili fyrir unglinga á áttunda áratug liðinnar aldar taka undarlegir atburðir að skekja tilveru hans og dóttur hans. En hvort eiga þeir rætur sínar að rekja til hörmunga sem dundu yfir unglingaheimilið eða til sviplegs fráfalls barnsmóður hans hálfu ári fyrr?

Erlingur Óttar mun skrifa handritið og leikstýra. Hann frumsýndi fyrstu bíómynd sína, hrollvekjuna Child Eater, í fyrra og von er á annarri mynd hans, Rökkri, í haust. Erlingur nam kvikmyndaleikstjórn við Columbia háskólann í New York.

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR