spot_img
HeimFréttirFimm íslenskar bíómyndir í sýningum

Fimm íslenskar bíómyndir í sýningum

-

Þessa dagana eru fimm íslenskar bíómyndir sýndar í kvikmyndahúsum. Afar sjaldgæft er að svo margar kvikmyndir séu í sýningum á sama tíma.

Árið 2014 voru þó sex íslenskar kvikmyndir í sýningum samtímis og þótti tíðindi.

Myndirnar sem um ræðir eru Villibráð, Á ferð með mömmu, Volaða landNapóleonsskjölin og Óráð sem frumsýnd var á föstudag.

Villibráð á nú 13 sýningarhelgar að baki og hefur notið fádæma vinsælda. Í lok febrúar fór hún inn á topp tíu listann yfir mest sóttu íslensku kvikmyndirnar frá upphafi mælinga og var þá í 9. sæti. Hún hefur síðan náð 8. sætinu og nokkuð ljóst að hún mun að minnsta kosti ná því sjöunda áður en sýningum lýkur.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

ÞAÐ NÝJASTA Á KLAPPTRÉ

Fáðu nýjasta efnið á Klapptré í pósthólfið þitt tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum.

Þú getur afskráð þig hvenær sem er.

NÝJUSTU FÆRSLUR