spot_img

Yfir tíu þúsund hafa séð Á FERÐ MEÐ MÖMMU

Á ferð með mömmu er fimmtu vikuna í röð með mesta aðsókn íslenskra kvikmynda. Myndina sáu 1,202 í vikunni en alls nemur heildarfjöldi gesta 10,544 eftir sjöundu sýningarhelgi. Myndin heldur aðsókn nokkuð vel milli vikna og gæti náð 13-14 þúsund gestum áður en yfir lýkur.

Óráð sáu 480 í vikunni en alls nemur heildaraðsókn 1,395 gestum eftir aðra sýningarhelgi.

432 gestir sáu Napóleonsskjölin í vikunni, en alls hafa 28,154 séð hana eftir 10. sýningarhelgi.

Volaða land sáu 420 í vikunni, en alls nemur fjöldi gesta 3,639 eftir fimmtu sýningarhelgi.

Villibráð sáu 414 gestir í vikunni, en alls nemur heildarfjöldi gesta 55,449 eftir 14. sýningarhelgi. Myndin er nú komin í sjöunda sætið yfir mest sóttu íslensku myndirnar síðan mælingar hófust. Íslensk kvikmynd hefur ekki fengið jafn mikla aðsókn síðan sýningar stóðu yfir á Svartur á leik árið 2012.

Aðsókn á íslenskar myndir 3.-9. apríl 2023

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
7 Á ferð með mömmu 1,202 (1,393) 10,544 (9,342)
2 Óráð 480 (515) 1,395 (915)
10 Napóleonsskjölin 432 (652) 28,154 (27,722)
5 Volaða land 420 (704) 3,639 (3,219)
14 Villibráð 414 (653) 55,449 (55,035)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR