Á FERÐ MEÐ MÖMMU nálgast tólf þúsund gesti

Á ferð með mömmu er áttundu vikuna í röð með mesta aðsókn íslenskra kvikmynda. Myndina sáu 281 í vikunni en alls nemur heildarfjöldi gesta 11,882 eftir tíundu sýningarhelgi.

Villibráð sáu 183 í vikunni, en alls nemur heildarfjöldi gesta 56,161 eftir 17. sýningarhelgi.

121 gestir sáu Napóleonsskjölin í vikunni, en alls hafa 28,636 séð hana eftir 13. sýningarhelgi.

Volaða land sáu 81 í vikunni, en alls nemur fjöldi gesta 4,114 eftir áttundu sýningarhelgi.

Óráð sáu 74 í vikunni en alls nemur heildaraðsókn 1,724 gestum eftir fimmtu sýningarhelgi.

Aðsókn á íslenskar myndir 24.-30. apríl 2023

VIKUR MYND AÐSÓKN (SÍÐAST) ALLS (SÍÐAST)
10 Á ferð með mömmu 281 (442) 11,882 (11,601)
17 Villibráð 183 (188) 56,161 (55,978)
13 Napóleonsskjölin 121 (172) 28,636 (28,515)
8 Volaða land 81 (163) 4,114 (4,033)
5 Óráð 74 (94) 1,724 (1,650)

(Heimild: FRISK – Theatrical Box Office Reports Iceland)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR