HeimEfnisorðJörundur Ragnarsson

Jörundur Ragnarsson

„Fjallkona fer í stríð“ fær 17 milljónir frá Norræna sjóðnum

Kvikmynd Benedikts Erlingssonar, Fjallkona fer í stríð, fékk á dögunum 17 milljón króna styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Tökur á myndinni hefjast í júlí og Halldóra Geirharðsdóttir fer með aðalhlutverkið.

„Hvalfjörður“ og „Hjónabandssæla“ verðlaunaðar

Hvalfjörður er enn að moka inn verðlaunum, tveimur árum eftir frumsýningu og nú tvenn; í Bandaríkjunum og á Ítalíu. Önnur stuttmynd Guðmundar Arnars, Ártún, er einnig á verðlauna- og hátíðarúntinum en fyrsta mynd hans í fullri lengd, Hjartasteinn, verður tekin upp síðsumars. Þá má og geta þess að stuttmyndin Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson var að vinna sín fjórðu alþjóðlegu verðlaun og nú fyrir handrit á Tel Aviv International Student Film Festival.

„Hrútar“, „Fúsi“ og „Hjónabandssæla“ taka þátt í Karlovy Vary

Hrútar Gríms Hákonarsonar, Fúsi Dags Kára og stuttmyndin Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson taka þátt í alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi sem fram fer í 50. skipti dagana 3. til 11. júlí. Hátíðin er ein sú elsta í heiminum og ein fárra svokallaðra „A“ hátíða.

„Salóme“, „Leitin að Livingstone“, „Málarinn“, „Hjónabandssæla“ og „Megaphone“ fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama

Stuttmyndirnar Leitin að Livingstone eftir Veru Sölvadóttur, Hjónabandssæla eftir Jörund Ragnarsson, Málarinn eftir Hlyn Pálmason og Megaphone eftir Elsu Mariu Jakobsdóttur og heimildamyndin Salóme eftir Yrsu Rocu Fannberg, sem á dögunum hlaut áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar, verða fulltrúar Íslands á Nordisk Panorama hátíðinni sem fram fer í Malmö í Svíþjóð dagana 19.-24. september næstkomandi.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR