spot_img
HeimEfnisorðRegnbogapartý

Regnbogapartý

71 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda og sjónvarpsþátta 2016

Íslenskar kvikmyndir halda áfram að sópa til sín miklum fjölda alþjóðlegra verðlauna, auk þess sem leikið sjónvarpsefni er einnig komið á verðlaunapallana. Alls hlutu íslenskar kvikmyndir og sjónvarpsefni 71 alþjóðleg verðlaun á árinu 2016.

„Regnbogapartý“ verðlaunuð í Bretlandi

Eva Sigurðardóttir var á dögunum valin besti leikstjórinn fyrir stuttmynd sína Regnbogapartý á Underwire hátíðinni í Bretlandi sem leggur áherslu á kvikmyndir eftir konur. Myndin hefur nú unnið til 11 alþjóðlegra verðlauna, en hún var einnig valin stuttmynd ársins á Eddunni 2016 sem og besta stuttmyndin á RIFF 2015.

„Ártún“ og „Regnbogapartý“ verðlaunaðar í Rúmeníu

Stuttmyndirnar Ártún eftir Guðmund Arnar Guðmundsson og Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur hlutu báðar verðlaun á Ipsos Short Film Breaks hátíðinni í Rúmeníu. Sú fyrrnefnda hlaut fyrsta sætið en sú síðarnefnda það þriðja.

Fjöldi íslenskra kvikmynda í Gautaborg

Gautaborgarhátíðin, stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda, stendur nú yfir. Fjöldi íslenskra mynda tekur þátt í hátíðinni. Þrestir Rúnars Rúnarssonar keppir um Drekaverðlaunin fyrir leiknar myndir og The Show of Shows Benedikts Erlingssonar keppir um Drekann í flokki heimildamynda.

102 alþjóðleg verðlaun til íslenskra kvikmynda 2015

2015 var algerlega makalaust ár hvað varðar alþjóðlegar viðurkenningar til íslenskra kvikmynda og annarra verka íslenskra kvikmyndagerðarmanna. Alls unnu 15 íslenskar kvikmyndir til hvorki meira né minna en 101 alþjóðlegra verðlauna á árinu, sem er þreföldun miðað við undanfarin ár (þar sem uppskeran var þó harla góð).

Stuttmyndin „Regnbogapartý“ verðlaunuð í London

Stuttmyndin Regnbogapartý eftir Evu Sigurðardóttur hlaut í fyrradag London Calling verðlaunin á samnefndri hátíð sem fram fór í BFI Southbank. Alls kepptu 16 stuttmyndir um verðlaunin sem ætluð eru ungu og upprennandi kvikmyndagerðarfólki.

Stuttmyndir frá Askja Films fara víða

Fjórar stuttmyndir framleiddar af Askja Films Evu Sigurðardóttur fara kvikmyndahátíðarúntinn þessa dagana. Fyrirtækið vinnur að þróun verkefna í fullri lengd með leikstjórum allra myndanna og kynnir þau á hátíðum og mörkuðum.

Vinnur Sprettfisk og gerir stuttmynd

Foxes eftir Mikel Gurrea vann stuttmyndakeppni Stockfish hátíðarinnar. Myndin er framleidd af Evu Sigurðardóttur og fyrirtæki hennar Askja Films, en Eva undirbýr nú gerð sinnar fyrstu stuttmyndar sem leikstjóri.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR