Tökur á „Mihkel“ hefjast í dag

Paaru Oja fer með hlutverk Mihkel sem byggir á Vaidasi, Atli Rafn leikur mann sem minnir á Jónas Inga, Ari Alexander Ergis Magnússon leikstýrir myndinni og Kasper Velberg fer með hlutverk sem minnir á Tomas.

Tökur á Mihkel, fyrstu bíómynd Ara Alexanders, hefjast í dag. Myndin byggir lauslega á líkfundarmálinu svokallaða frá 2004. Tómas Lemarquis og Atli Rafn Sigurðarson fara með helstu hlutverk.

Fréttatíminn greinir frá:

Myndin byggir lauslega á einu umtalaðasta sakamáli síðari ára; þegar Litháinn Vaidas Jucevicius kom til Íslands með metamfetamín innvortis. Þeir Jónas Ingi Ragnarsson, Grétar Sigurðsson og Tomas Malakauskas höfðu skipulagt smyglið ásamt eiturlyfjahring í Litháen. Þeir fóru með Vaidas í íbúðarhúsnæði í Kópavogi þar sem hann veiktist heiftarlega og lést fjórum dögum síðar. Í Mihkel mun Atli Rafn leika Jóhann sem byggir að hluta á Jónasi Inga og Tómas leikur Bóbó sem minnir á Grétar.

Í stað þess að leita til lögreglu brugðu mennirnir á það ráð að vefja líkinu í plastpoka og keyra á Djúpavog, þar sem þeir urðu veðurtepptir í tvo daga með líkið í skottinu. Því næst óku þeir til Norðfjarðar þar sem Grétar beið þeirra. Til stóð að grafa líkið en vegna frosta ákváðu mennirnir að henda því í sjóinn. Þremur dögum síðar fann kafari lík Vaidasar fyrir tilviljun.

30286-samsett-mynd
Þeir Jónas Ingi, Grétar og Tomas voru síðar dæmdir fyrir inn­flutn­ing á fíkni­efn­um, fyrir að koma Vai­dasi ekki til aðstoðar og fyrir illa með­ferð á lík­inu. Jónas komst aftur í frétt­irnar árið 2010 þegar hann var dæmdur í tíu ára fang­elsi fyrir að setja upp amfetamín­verk­smiðju.
Í kvikmyndinni fer Paaru Oja með hlutverk Vaidasar, sem nefnist Mihkel og Kasper Velberg með hlutverk Tomasar. Framleiðendur eru Kristinn Þórðarson og Leifur B. Dagfinnsson hjá True North og Friðrik Þór Friðriksson.

Sjá nánar hér: Tómas og Atli Rafn verða Grétar og Jónas í líkfundarmálinu | Fréttatíminn

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR