Sólveigar Anspach verðlaunin veitt í fyrsta sinn

Franska kvikmyndahátíðin á Íslandi veitti í fyrsta sinn í ár Sólveigar Anspach verðlaunin fyrir bestu stuttmynd kvenleikstjóra frá Íslandi eða frönskumælandi landi. Hin franska Valérie Leroy hlaut verðlaunin fyrir stuttmynd sína Le Grand Bain. Alls bárust 53 stuttmyndir í keppnina frá Íslandi, Frakklandi, Kanada, Haítí og Búrkína Fasó.

Sólveigar Anspach verðlaunin eru veitt með það fyrir augum að hvetja konur til að leikstýra kvikmyndum í auknum mæli. Aðstandendur Frönsku kvikmyndahátíðarinnar ákváðu að heiðra minningu Sólveigar, sem lést aðeins 54 ára að aldri árið 2015, með því að nefna þessi verðlaun í höfuðið á henni.

Sólveig var ein ötulasta kvikmyndagerðarkona Íslands síðustu tvo áratugi, en eftir hana liggja 14 bíómyndir og heimildamyndir. Síðasta kvikmynd hennar, hin fransk/íslenska Sundáhrifin, var heimsfrumsýnd í Director‘s Fortnight dagskrá Cannes kvikmyndahátíðarinnar og vann þar SACD verðlaunin fyrir bestu frönskumælandi mynd.

Sjá nánar hér: Sólveigar Anspach verðlaunin veitt í fyrsta sinn á Frönsku kvikmyndahátíðinni – Valérie Leroy hlaut verðlaunin

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR