“Fyrir Magneu” Baldvins Z fær rúmar 23 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Kitluplakat myndarinnar.

Nýjasta bíómynd Baldvins Z, Fyrir Magneu, hlaut á dögunum 1,7 milljón norskra króna í styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Það samsvarar rúmum 23 milljónum íslenskra króna. Verkefnið, sem fer í tökur síðsumars, hefur einnig hlotið styrk frá Kvikmyndamiðstöð auk þess sem RÚV tekur einnig þátt í fjármögnun.

Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands í samvinnu við Solar Films í Finnlandi og 41 Shadows í Danmörku. Baldvin skrifar handritið í samvinnu við Birgi Örn Steinarsson en þeir skrifuðu einnig handritið að Vonarstræti.

Sögunni er svo lýst á vef Norræna sjóðsins:

Magnea er 15 ára þegar hún kynnist Stellu og allt breytist. Þær dragast inní harðan heim eiturlyfja með alvarlegum afleiðingum. Þegar leiðir þeirra liggja saman tólf árum síðar er uppgjör óumflýjanlegt.

Sjá nánar hér: New Funding to Baldvin Z, Andreas Dalsgaard and State of Happiness

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR