HeimEfnisorðKvikmyndafélag Íslands

Kvikmyndafélag Íslands

Ingvar Þórðarson um „Lof mér að falla“ og leynivopn Íslands

Ingvar Þórðarson framleiðandi ræðir við vef Norræna sjóðsins um verkefnin framundan, Lof mér að falla, Lifun (Imagine Murder) og önnur sem eru í þróun. Hann segir markmið þeirra Júlíusar Kemp hjá Kvikmyndafélagi Íslands það sama og frá byrjun; að segja sterkar sögur, gjarnan byggðar á raunverulegum atburðum, uppgötva hæfileikafólk og rækta það.

„Fyrir Magneu“ Baldvins Z fær rúmar 23 milljónir króna frá Norræna sjóðnum

Nýjasta bíómynd Baldvins Z, Fyrir Magneu, hlaut á dögunum 1,7 milljón norskra króna í styrk frá Norræna kvikmynda- og sjónvarpssjóðnum. Það samsvarar rúmum 23 milljónum íslenskra króna. Verkefnið, sem fer í tökur síðsumars, hefur einnig hlotið styrk frá Kvikmyndamiðstöð auk þess sem RÚV tekur einnig þátt í fjármögnun.

„Reykjavík“ frumsýnd í dag

Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson er frumsýnd í kvikmyndahúsum í dag. Þetta er sætbeiskt gamandrama um reykvískt par sem stefnir í sitt hvora áttina. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson framleiða fyrir Kvikmyndafélag Íslands.

Kitla og plakat fyrir „Reykjavík“ opinberuð

Kvikmyndin Reykjavík eftir Ásgrím Sverrisson er væntanleg í kvikmyndahús í byrjun næsta árs. Kitla fyrir myndina er kynnt í dag ásamt kitluplakati.

Kvikmyndafélag Íslands meðframleiðandi finnskrar toppmyndar

Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands eru meðframleiðendur finnsku myndarinnar The Grump í leikstjórn Dome Karukoski. Myndin var sú vinsælasta í Finnlandi á síðasta ári með tæpa 459 þúsund gesti. Framleiðandi er Solar Films sem verið hefur samstarfsaðili Kvikmyndafélags Íslands um nokkurt skeið.

Plaköt „Vonarstrætis“ afhjúpuð

Þrjú plaköt kvikmyndarinnar Vonarstræti, sem væntanleg er 16. maí, hafa litið dagsins ljós. Hvert þeirra prýðir ein þriggja aðalpersóna myndarinnar.

Fyrsta sýnishorn af „Vonarstræti“ er hér

Vonarstræti eftir Baldvin Z er væntanleg á þessu ári. Myndin gerist 2006 og segir af lífi þriggja ólíkra persóna hvers líf skarast á "góðæristímanum".
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR