„The Grump“, finnsk/íslensk mynd, valin á Toronto hátíðina

Dome Karukoski leikstjóri.
Dome Karukoski leikstjóri.

Finnsk/íslensku kvikmyndinni The Grump í leikstjórn Dome Karukoski hefur verið boðið á kvikmyndahátíðina í Toronto sem fram fer í september næstkomandi. Júlíus Kemp og Ingvar Þórðarson hjá Kvikmyndafélagi Íslands eru meðframleiðendur myndarinnar og Hilmar Örn Hilmarsson semur tónlistina.

The Grump er gamanmynd sem fjallar um geðillan eldri mann sem neyðist til að dveljast hjá tengdadóttur sinni eftir að hafa undirgengist aðgerð á fæti. Á meðan dvölinni stendur spilar hann óvænta rullu í samningaviðræðum tengdadóttur sinnar við nokkra Rússa.

Leikstjórinn Dome Karukoski er einn þekktasti leikstjóri Finna. Hann á að baki fimm aðrar bíómyndir sem allar hafa notið velgengni í miðasölunni og hafa unnið til yfir 30 verðlauna á alþjóðlegum hátíðum. Variety valdi hann á árlegan lista sinn, Ten Directors to Watch, árið 2013.

Jukka Helle og Markus Selin hjá Solar Films í Finnlandi eru aðalframleiðendur myndarinnar, sem meðal annars hlaut styrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR