Ingvar Þórðarson einn framleiðenda finnskrar metsölumyndar Mika Kaurismaki

Finnska myndin The Grump: In Search of an Escort (Mielensäpahoittaja Eskorttia etsimässä) hefur verið í þrjár vikur á toppnum í Finnlandi, þar sem yfir hundrað þúsund manns hafa séð hana. Ingvar Þórðarson er einn framleiðenda myndarinnar sem leikstýrt er af Mika Kaurismaki.

Þetta er framhaldsmynd kvikmyndarinnar The Grump (2014) sem Dome Karukoski leikstýrði og Ingvar og Júlíus Kemp voru einnig meðframleiðendur að.

Ingvar er einnig framleiðandi (ásamt Júlíusi Kemp) að Abbababb! sem nú er vinsælasta myndin á Íslandi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR