Fyrsta sýnishorn af “Vonarstræti” er hér

Hera Hilmarsdóttir í Vonarstræti eftir Baldvin Z.

Hera Hilmarsdóttir í Vonarstræti eftir Baldvin Z.

Vonarstræti eftir Baldvin Z er væntanleg á þessu ári. Myndin gerist 2006 og segir af lífi þriggja ólíkra persóna hvers líf skarast á “góðæristímanum”. Með aðalhlutverkin fara Hera Hilmarsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson og Þorsteinn Bachmann. Baldvin skrifar handrit í samvinnu við Birgi Örn Steinarsson. Kvikmyndafélag Íslands framleiðir.

Framleiðendur hafa sent frá sér kitlu sem sjá má hér að neðan.

Athugasemdir

álit

Tengt efni