Greining | Fall í aðsókn á íslenskar myndir milli ára

Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson vegnaði best íslenskra mynda í miðasölunni 2013.
Hross í oss eftir Benedikt Erlingsson vegnaði best íslenskra mynda í miðasölunni 2013.

Íslenskum kvikmyndum vegnaði í heildina ekki sérlega vel í miðasölunni 2013. Alls seldust 43.237 miðar fyrir kr. 56.045.752 á árinu, sem er um 3,1% af aðsókn ársins (ath.: af einhverjum ástæðum segir SMÁÍS hlutdeildina vera 2,3% af aðsókn sem er ekki rétt). Það er verulegt fall í markaðshlutdeild frá undanförnum árum eins og sjá má hér, fallið frá síðasta ári nemur um 2/3 (131.345 miðar seldir 2012, markaðshlutdeild 2012: 9%). Leita verður aftur til 2005 til að finna lakari heildaraðsókn, sjá hér.

Engin íslensk mynd kemst á lista SMÁÍS yfir tekjuhæstu myndirnar en Baltasar Kormákur er þó fulltrúi íslenskra kvikmyndagerðarmanna á listanum með hasarmyndina 2 Guns sem hann gerði í Bandaríkjunum. Myndin er í áttunda sæti á tekjulista SMÁÍS. Hross í oss er í 24. sæti og Ófeigur gengur aftur í 33. sæti. Hross Benedikts eru þó nokkuð undir aðsóknarmeðaltali íslenskra mynda síðastliðins áratugs (15.487 manns), sjá hér.

[tble caption=”Aðsókn á íslenskar myndir 2013″ width=”580″ colwidth=”20|300|100|60|60″ colalign=”center|left|left|center|center”] Nr.,Titill,Dreifingaraðili,Tekjur kr.,Aðsókn
1 ,Hross í oss**,Sena,19.871.260,13.333
2 ,”Ófeigur gengur aftur” ,Sena,14.484.350,10.523
3 ,Málmhaus,Sena,6.817.030,5.627
4 ,Latibær bíóupplifun,Myndform,3.261.362,3.993
5 ,XL,Samfilm,3.480.500,2.810
6 ,Falskur fugl,Sena,2.864.450,2.427
7 ,”Þetta reddast”,Samfilm,2.314.000,1.756
8 ,Hvellur*,Bíó Paradís,1.572.810,1.491
9 ,Djúpið***,Sena,723.350,582
10,In Memoriam?*,Bíó Paradís,280.640,312
11 ,Dauðans alvara* ,Bíó Paradís ,87.500 ,145
12 ,Búðin* ,Bíó Paradís ,135.100 ,112
13 ,Aska* ,Bíó Paradís ,120.800 ,87
14 ,St. Sig: Strigi og flauel* ,Bíó Paradís ,32.600 ,39
,SAMTALS:,,56.045.752,43.237
[/tble]SKÝRINGAR: *Heimildamynd | **Enn í sýningum | ***Endursýning frá fyrra ári (íslenskt kvikmyndasumar í Bíó Paradís). HEIMILD: SMÁÍS, Bíó Paradís.[divider scroll_text=””]

Inní þessum tölum er ekki aðsókn á aðrar íslenskar myndir sem sýndar voru á íslensku kvikmyndasumri í Bíó Paradís, né aðsókn á Íslenska kvikmyndahelgi sem fram fór um land allt s.l. vor. Nákvæmar tölur liggja ekki fyrir en áætla má að 4-5.000 manns hafi sótt þessar sýningar.

Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson
Ásgrímur Sverrisson er kvikmyndagerðarmaður og ritstjóri Klapptrés.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR