Fyrsta Hobbitamyndin mest sótt 2013

The Hobbit: An Unexpected Journey var mest sótta myndin á Íslandi 2013.

The Hobbit: An Unexpected Journey var mest sótta myndin á Íslandi 2013.

Árið 2013 voru seldir 1.369.901 miðar fyrir 1.484.362.247.- krónur í kvikmyndahúsum á Íslandi. Er þetta fækkun á bíógestum um  4% á milli ára en heildartekjur eru einnig niður um 2% miðað við árið 2012.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá SMÁÍS, samtökum myndrétthafa á Íslandi.

Þar segir einnig að meðalverð á bíómiða á Íslandi árið 2012 hafi verið 1.084.kr, sem er ennþá það lægsta sem gerist á meðal nágrannaþjóða enda nálægt því meðalverði sem bandaríkjamenn greiddu, sem var $8.05. Þess ber þó að geta að vsk er mun hærri hér á Íslandi en í bandaríkjunum.

Bandarískar kvikmyndir nutu mikilla vinsælda á árinu, eins og oft áður, en að þessu sinni voru allar myndirnar í efstu 20 sætum þaðan. The Hobbit: An Unexpected Journey trónir í efsta sæti á undan þriðju myndinni um Iron Man sem er í öðru sæti rétt á undan öðrum hluta The Hobbit: Desolation of Smaug, sem hefur fengið mjög góða aðsókn á síðustu vikum. Hasarmyndin 2 Guns, sem leikstýrð er af Baltasar Kormáki, er í áttunda sæti en engin íslensk mynd er inná topp 20 listanum í ár.

Hross í oss í 24. sæti – markaðshlutdeild íslenskra mynda dregst verulega saman milli ára

Hross í oss er sú íslenska mynd sem kemst næst því að komast inná topp 20 listann, með tekjur uppá tæpar 20 milljónir sem nægir til að lenda í 24. sæti en næsta íslenska mynd á eftir henni er gamanmyndin Ófeigur gengur aftur í 33 sæti með tekjur uppá tæpar 14.5 milljónir króna. Í heildina nema tekjur af íslenskum kvikmyndum tæpum 3% af heildartekjum 2013 og eru rúmlega 2% af aðsókn. Þetta er verulega lakari hlutfall en árið áður þar sem hlutur íslenskra mynda nam rúmlega 11% af heildartekjum. SMÁÍS segir þetta fara langan veg í að skýra minnkun á heildartekjum milli ára.

13% samdráttur í kvikmyndahúsaðsókn frá 2010 – SMÁÍS kennir niðurhali um

Frá árinu 2010 hefur aðsókn í kvikmyndahús á Íslandi minnkað um 13% en á sama tímabili hefur aðsókn í kvikmyndahús í Bandaríkjunum hækkað um 1%. Þar sem aðbúnaður kvikmyndahúsa á Íslandi er með því allra besta sem gerist í heiminum og meðalverð það lægsta sé borið saman við nágrannalönd segir SMÁÍS greinilegt að ólöglegt niðurhal taki sinn toll og bendir á að hvorki íslensk stjórnvöld né lögregla hafi tekið þátt í að verja hinar skapandi greinar líkt og gert er í öðrum löndum í kringum okkur sem við miðum okkur gjarnan við.

Hérna er listi yfir 20 stærstu myndir ársins 2013 á Íslandi sem eru allar bandarískar að þessu sinni.

Mest sóttu myndirnar 2013
Nr. Titill Dreifingaraðili Tekjur kr. Aðsókn
1 The Hobbit: An Unexpected Journey Myndform 49.444.367 39.785
2 Iron Man 3 Samfilm 44.839.945 37.552
3 The Hobbit: The Desolation of Smaug Myndform 44.313.453 33.559
4 Hunger Games 2 Myndform 42.876.296 37.962
5 Thor: The Dark World Samfilm 37.251.835 29.862
6 Despicable Me 2 (Aulinn ég 2) Myndform 37.030.271 39.709
7 Monsters University Samfilm 36.378.205 38.058
8 2 Guns Sena 33.016.598 29.845
9 Prisoners Samfilm 32.398.460 29.243
10 Man Of Steel Samfilm 31.641.285 25.936
11 We´re The Millers Samfilm 28.582.378 25.795
12 Frozen Samfilm 28.573.396 30.936
13 Django Unchained Sena 27.783.643 24.996
14 Fast & Furious 6 Myndform 26.654.778 24.631
15 World War Z Samfilm 26.029.455 21.156
16 Smurfs 2 Sena 25.827.990 27.430
17 Hangover 3 Samfilm 24.585.391 22.212
18 Croods Sena 24.273.096 26.590
19 Gravity Samfilm 22.613.795 18.033
20 Life of Pi Sena 22.242.364 17.939

Athugasemdir

álit

Tengt efni