Prufuþáttur byggður á „Blóðbergi“ gerður fyrir Showtime

Björn Hlynur Haraldsson leikstjóri og handritshöfundur Blóðbergs. Mynd: Vísir/Vilhelm.

Björn Hlynur Haraldsson vinnur þessa dagana að handriti prufuþáttar (pilot) sem byggður er á bíómynd hans Blóðbergi. Tökur á prufuþættinum munu fara fram næsta sumar. Thruline Entertainment í Los Angeles heldur utan um verkefnið fyrir Showtime.

Verði af framleiðslu þáttanna er fyrirhugað að gera tíu þætti í fyrstu syrpu, en einnig er unnið að útlínum hennar. Björn Hlynur mun verða í hópi yfirframleiðenda (Executive Producer) ásamt framleiðendum frá Thruline. Gert er ráð fyrir að hann muni einnig leikstýra að minnsta kosti tveimur þáttum.

Þá er einnig verið að vinna að leikaravali en ekkert hefur verið ákveðið í þeim efnum enn sem komið er.

Þess má geta að Thruline Entertainment kemur einnig að framleiðslu kvikmyndarinnar Hush sem Ólafur De Fleur filmaði fyrr á árinu í Skotlandi. Það verkefni er nú í eftirvinnslu.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR