spot_img

[Stikla] Eggert Ketilsson með leikmyndina í “Dunkirk” eftir Christopher Nolan

Eggert Ketilsson.

Eggert Ketilsson leikmyndahönnuður og brellumeistari gerir leikmynd stórmyndarinnar Dunkirk sem Christopher Nolan leikstýrir og frumsýnd verður á næsta ári. Fyrsta stikla myndarinnar var nýlega opinberuð.

Dunkirk fjallar um ævintýralega undankomu hundruða þúsunda breskra hermanna frá samnefndri borg í Frakklandi í upphafi seinni heimstyrjaldarinnar, eftir að þeir og Frakkar höfðu látið undan síga í baráttu við Þjóðverja. Með helstu hlutverk fara Kenneth Branagh, Tom Hardy og Mark Rylance. Myndin var tekin upp nú í sumar, meðal annars í Dunkirk.

Eggert er einn reyndasti brellumeistari og leikmyndahönnuður Íslendinga. Meðal verkefna hans á undanförnum árum eru brellugerð fyrir kvikmyndirnar Interstellar, Rogue One: A Star Wars StoryStar Wars: The Force Awakens og Hjartastein. Hann sá einnig um brellur í sjónvarpsþáttunum Ófærð. Þá hefur hann gert leikmyndir fyrir þáttaraðirnar Sense8 og Halo: Nightfall.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR