Heimildamyndirnar „Rúnturinn I“ og „Baskavígin“ í sýningum í Bíó Paradís

runturinn-still2
Rammi úr Rúntinum I.

Heimildamyndirnar Rúnturinn I eftir Steingrím Dúa Másson og Baskavígin eftir Aitor Aspe eru nú í sýningum í Bíó Paradís. Sýningar á fyrrnefndu myndinni hófust 24. nóvember en þeirri fyrrnefndu þann 17. nóvember.

Rúnturinn I

Rúnturinn, heimildamynd í sínum skýrasta skilningi þó unnið sé með formið, lá lengi í dvala en var dregin aftur fram og kláruð. Rúnturinn er heimild um menningu ungs fólks á Íslandi og mynduð í þremur bæjum, Akranesi, Keflavík og Blönduósi sumarið 1999. Þetta er sjálfstæð heimildamynd sem er jafnframt fyrsti hluti þríleiks. Rætt er við fólk á rúntinum um föstudags- og laugardagskvöld og rúntmenningin skoðuð ofan í kjölinn.

Stjórnandi myndarinnar er Steingrímur Dúi Másson, Friðrik Þór Friðriksson framleiðir.

Baskavígin

Árið 2015 voru liðin 400 ár frá Baskavígunum, einu fjöldamorðunum sem Íslendingar hafa framið. Í júní 1615, beið íslenski fræðimaðurinn Jón lærði Guðmundsson, enn eitt árið eftir komu baskneskra vina sinna að ströndum Íslands. Vinir Jóns, 86 baskneskir hvalveiðimenn, urðu fórnarlömb í einu stærsta fjöldamorði Íslandssögunnar. Fjögur hunduð árum eftir þennan atburð er tímabært að draga þessa sögu fram í dagsljósið. Og sögumaðurinn er Jón lærði, maðurinn sem fordæmdi grimmdarverkin. Það varð Jóni dýrt, hann og var ákærður og útlægur til dauðadags.

Aner Etxebarria Moral semur handrit, Jorge Roig stjórnar tökum, Hilmar Örn Hilmarsson gerir tónlist og meðframleiðandi er Hjálmtýr Heiðdal. Katixa De Silva og Ruiz De Austri eru aðalframleiðendur. Aitor Aspe stjórnar gerð myndarinnar.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR