Ólafur Arnalds og Baldvin Z vinna að tónlistarmyndinni „Island songs“

Ólafur Arnalds og Baldvin Z (Mynd: VÍSIR/MARÍNÓ THORLACIUS/VILHELM)
Ólafur Arnalds og Baldvin Z (Mynd: VÍSIR/MARÍNÓ THORLACIUS/VILHELM)

Ólafur Arnalds tónlistarmaður og Baldvin Z vinna nú að tónlistarmyndinni Island songs. Tökur munu standa yfir í allt sumar víðsvegar um Ísland og mun Ólafur vinna með völdum tónlistarmanni á hverjum stað. Hugmyndin er að birta nýtt lag vikulega, á mánudögum frá og með deginum í dag.

Vísir segir frá:

Fyrsta lagið í Island songs röð Ólafar er lagið Árbakkinn en það er tilvísun í atriði kvikmyndarinnar Vonarstræti sem Baddi Z gerði og Ólafur Arnalds gerði tónlistina við. Ljóðskáldið er Einar Georg, faðir tónlistarmannanna Ásgeirs Trausta og Þorsteins úr Hjálmum. Einar hefur samið texta fyrir báða syni sína fyrir plötur þeirra.

Myndbandið er skotið í einni töku á Hvammstanga þar sem Einar Georg býr. Tónlistin sem Ólafur spilar undir er byggt á sama þema og ómaði undir ljóðinu sem Móri flytur í Vonarstræti. Myndbandið má sjá hér að ofan.

Lagið er þegar fáanlegt á helstu netveitum á borð við Spotify og Apple Music. Myndin, sem Baddi og Ólafur gera saman, verður tilbúin í október.

Sjá nánar hér: visir.is

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR