DV um „Reyni sterka“: Reynir breyski

Kristinn H. Guðnason skrifar um heimildamyndina Reyni sterka í DV og segir hana einlæga og áhrifamikla.

Kristinn segir meðal annars:

Stór hluti af myndinni fjallar um hið yfirnáttúrulega og Reynir sjálfur sagðist hafa fengið aflið frá Jesú sjálfum. Viðtölin við fjölskyldumeðlimina eru hjartað og sálin í myndinni því þau eru svo einlæg og hispurslaus bæði um kosti Reynis og galla. Hér er verið að segja mjög erfiðar sögur og viðtalsefnin ganga mjög nærri sér. Hið eina sem er sagt í hálfsögðum vísum eru frásagnir af kynferðisofbeldi, bæði af Reyni sem þolanda og geranda.

Annar styrkleiki myndarinnar er allt myndefnið frá þessum tíma sem fannst í kjallara á Suðurnesjum, aragrúi af filmum. Mikið af myndefninu kom úr kvikmynd sem Reynir sjálfur framleiddi snemma á áttunda áratugnum þegar hann dreymdi um að verða heimsfrægur fyrir aflraunir sínar.

Framsetningin á myndefninu, viðtölunum, ljósmyndum og blaðaúrklippum er listilega vel gerð og nokkuð óhefðbundin og virkar hrá. Bæði framsetningin og hin ótrúlega en jafnframt gleymda saga gera það að verkum að áhorfandinn er ekki viss um að hann sé að horfa á alvöru heimildamynd eða skáldsögu setta fram í heimildamyndastíl.

Sjá nánar hér: Reynir breyski

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR