Baltasar verður heiðraður í Gautaborg, kastljós á íslenskar myndir

 

Baltasar Kormákur leikstjóri.
Baltasar Kormákur leikstjóri.

Gautaborgarhátíðin, stærsta kvikmyndahátíð Norðurlanda, fer fram dagana 24. janúar til 3. febrúar næstkomandi.

Íslenskri kvikmyndagerð verður gert sérstaklega hátt undir höfði á hátíðinni; Baltasar Kormáki verða veitt fyrstu heiðursverðlaun hátíðarinnar og tvær íslenskar myndir, Málmhaus og Hross í oss taka þátt í aðalkepnninni.

Þá verður sérstök yfirlitssýning á íslenskum kvikmyndum s.l. tuttugu ára. Þar verða meðal annars sýndar myndirnar 101 Reykjavík eftir Baltasar, Bíódagar Friðriks Þórs og Sveitabrúðkaup Valdísar Óskarsdóttur.

Í yfirlýsingu frá hátíðinni segir m.a.:

“Hvort efnahagserfiðleikar Íslands hafi læst úr læðingi sköpunarkraft kvikmyndagerðarmanna þar skal ósagt látið. En staðreyndin er sú að undanfarið hafa komið þaðan afar vel gerðar og listrænar myndir sem sýna einkenni Íslands á ferskan og persónulegan hátt.“

Sjá nánar á vef Variety: Goteborg Fest Turns Spotlight On Iceland | Variety.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR