Music Box dreifir „Hross í oss“ í Bandaríkjunum

Ingvar E. Sigurðsson í vanda staddur í Hross í oss.
Ingvar E. Sigurðsson í vanda staddur í Hross í oss.

Bandaríska dreifingarfyrirtækið Music Box mun dreifa kvikmynd Benedikts Erlingssonar Hross í oss á bandarískum markaði. Þetta kemur fram í Variety, en gengið var frá samningum í Cannes.

Music Box er sjö ára gamalt fyrirtæki sem hefur lagt sérstaka áherslu á dreifingu erlendra gæðamynda auk óháðra og heimildamynda. Meðal stærstu mynda þess eru Þúsaldarþríleikurinn svokallaði (Menn sem hata konur o.sv.frv.), hin Óskarstilnefnda Monsieur Lazhar og heimildamyndin Marina Abramovich: The Artist is Present.

Einnig hefur verið gengið frá sölu myndarinnar til Japan, Rússlands og Eystrasaltsríkjanna, Mexikó, Svíþjóðar, Danmerkur, Noregs, Tékklands, Slóvakíu og fyrrum landa Júgóslavíu. Áður hafði myndin verið seld til Bretlands, Frakklands, Sviss og Spánar.

“Það er mikill heiður að slíkt meistaraverk sem selst hefur um heim allan skuli hafa fundið samastað hjá einum allra besta dreifingaraðila í Bandaríkjunum,“ hefur Variety eftir Friðriki Þór Friðrikssyni framleiðanda myndarinnar um samninginn við Music Box.

Sjá nánar hér: Music Box Takes North America on ‘Of Horses and Men’ (EXCLUSIVE) | Variety.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR