HeimEfnisorðCannes 2014

Cannes 2014

Music Box dreifir „Hross í oss“ í Bandaríkjunum

Bandaríska dreifingarfyrirtækið Music Box mun dreifa kvikmynd Benedikts Erlingssonar Hross í oss á bandarískum markaði. Þetta kemur fram í Variety, en gengið var frá samningum í Cannes.

Eva Sigurðardóttir keppir um framleiðslufé stuttmyndar á Cannes hátíðinni

Eva Sigurðardóttir tekur þátt í "pitch" keppni á Cannes hátíðinni, ShortsTV, þar sem fimm bestu "pitchin" eru valin úr af kjósendum á netinu. Kosningunni lýkur kl. 16 á morgun miðvikudag, en sigurvegari verður kynntur á fimmtudag.  Sá fær 5000 evrur til þess að framleiða mynd sína. Smelltu hér ef þú vilt styðja Evu til sigurs og mundu að staðfesta atkvæðið neðst á síðunni.

Cannes: „Grace of Monaco“ sögð fýlubomba

HEIMSKRINGLA | Kvikmyndahátíðin í Cannes hófst í dag. Engin miðill í víðri veröld gerir hátíðinni jafn góð skil og snillingarnir hjá The Guardian með Peter Bradshaw, Xan Brooks og Catherine Shoard í fararbroddi.

Myndirnar á Cannes 2014

Í aðalkeppninni má finna myndir eftir marga af fremstu leikstjórum samtímans, þar á meðal Olivier Assays, Nuri Bilge Ceylan, David Cronenberg, Dardenne bræður, Atom Egoyan, Mike Leigh, Ken Loach og Jean-Luc Godard. Frumraun Ryan Gosling Lost River (áður How To Catch a Monster), sem hann vann að hluta hér á landi með Valdísi Óskarsdóttur og RVX, verður sýnd í Un certain regard flokknum.

Líður að hátíð hátíðanna

Kvikmyndahátíðin í Cannes, þar sem handabönd og spjall greiða verkefnum leið, fer fram dagana 14.-25. maí næstkomandi. Plakat hátíðarinnar hefur nú verið afhjúpað en þar er að finna sjálfan Marcello Mastroianni í ódauðlegu meistaraverki Fellini,  frá 1963. Margir íslenskir framleiðendur bíða nú eftir svörum varðandi vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð; nesti að heiman til að geta klárað sig á þessum stærsta kvikmyndamarkaði veraldar.
spot_imgspot_img

NÝJUSTU FÆRSLUR