spot_img

Líður að hátíð hátíðanna

cannes-2014-stillKvikmyndahátíðin í Cannes, þar sem handabönd og spjall greiða verkefnum leið, fer fram dagana 14.-25. maí næstkomandi. Plakat hátíðarinnar hefur nú verið afhjúpað en þar er að finna sjálfan Marcello Mastroianni í ódauðlegu meistaraverki Fellini,  frá 1963.

Ekki er von á íslenskri kvikmynd í aðalvali hátíðarinnar en sem fyrri daginn munu íslenskir framleiðendur sækja borgina heim og leggja upp samninga um væntanleg verkefni.

Klapptré er kunnugt um að ýmsir framleiðendur séu nú orðnir langeygðir eftir svörum um vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð og í sumum tilfellum sé biðin orðin á fimmta mánuð. Fylgir sögunni að svörum sé heitið nú á næstunni og ekki seinna vænna til að hægt sé að mæta með nesti að heiman í farteskinu á markaðinn í Cannes þar sem hlutirnir gerast.

Meira síðar, en á meðan þetta:

 

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR