Skarphéðinn Guðmundsson áfram dagskrárstjóri Sjónvarpsins

Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV.
Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri RÚV.

Skarphéðinn Guðmundsson hefur verið ráðinn dagskrárstjóri Sjónvarpsins. Magnús Geir Þórðarson útvarpsstjóri tilkynnti þetta á fundi í Efstaleiti rétt í þessu.

Skarphéðinn er með BA-gráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands. Skarphéðinn hefur starfað sem dagskrárstjóri Ríkisútvarpsins frá árinu 2012, var áður dagskrárstjóri Stöðvar 2 frá árinu 2007 og upplýsingafulltrúi 365 miðla frá 2005. Hann starfaði áður á menningardeild Morgunblaðsins, sem blaðamaður og gagnrýnandi.

Uppfært:

Á vef RÚV kemur fram hverjir skipa framkvæmdastjórn RÚV.

  • Framkvæmdastjóri rekstrar-, fjármála- og tæknisviðs: Anna Bjarney Sigurðardóttir.
  • Framkvæmdastjóri samskipta, þróunar- og mannauðssviðs: Hildur Harðardóttir.
  • Skrifstofustjóri: Margrét Magnúsdóttir.
  • Fréttastjóri: Rakel Þorbergsdóttir.
  • Dagskrárstjóri sjónvarps og íþrótta: Skarphéðinn Guðmundsson.
  • Dagskrárstjóri Rásar 1: Þröstur Helgason.
  • Dagskrárstjóri Rásar 2: Frank Þórir Hall.
  • Vef- og nýmiðlastjóri: Ingólfur Bjarni Sigfússon.

Þessi átta skipa framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins og eru öll ný í sínum störfum, nema Skarphéðinn og Ingólfur Bjarni.

Nýráðinn mannauðsstjóri er Andrea Róbertsdóttir.

Sjá hér: Sex ný í framkvæmdastjórn Ríkisútvarpsins

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR