Laddi rændur tekjum af skráaskiptasíðu

Einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar, Þórhallur Sigurðsson eða Laddi, segir farir sínar ekki sléttar. Hann greinir frá því á Fésbókarsíðu sinni nú í dag að sýningunni sem nýverið kom út á DVD, Laddi lengir lífið, sé nú deilt á íslenskri skráaskiptasíðu.

Þar hefur efninu verið niðurhalað rúmlega 2700 sinnum á aðeins nokkrum klukkutímum frá því að það kom inn á síðuna fyrr í dag.

Laddi segir:

Mikið er einkennilegt þegar fólk tekur upp hjá sjálfu sér að eyðileggja eða koma í veg fyrir að varningur sem settur er á markað seljist, heldur tekur einhver aðili sig til og tekur þessa vöru og deilir henni ókeypis á netinu fyrir almenning. Hvað græðir þessi einstaklingur á því? Ekki neitt, en aftur á móti þá tapar listamaðurinn sínum skerfi fyrir sína vinnu og fyrirhöfn.

Við þetta bætir Laddi:

Ég var að gefa út DVD disk með sýningu minni „Laddi lengir lífið“, sem sýnd var í Hörpu, og einhver óprúttinn náungi hefur sett diskinn (upptökuna) á … þar sem fólk getur náð í þetta ókeypis. Þetta er nú einu sinni lifibrauð okkar listamanna. Þetta er ekki góðverk ef maðurinn/konan, heldur það.

Sjá nánar hér.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR