Otto Sander látinn

Otto Sander (á hestbaki) í Bíódögum Friðriks Þórs Friðrikssonar.

Otto Sander (á hestbaki) í Bíódögum Friðriks Þórs Friðrikssonar.

Þýski leikarinn Otto Sander, sem m.a. lék í Bíódögum Friðriks Þórs Friðrikssonar er látinn. Sander var m.a. kunnur fyrir leik sinn í myndum Wim Wenders Himininn yfir Berlín og Far Away, So Close sem og Das Boot. Sander lék í yfir 100 kvikmyndum og sjónvarpsverkum en var auk þess þekktur sviðsleikari.

Sjá hér: Otto Sander obituary | Stage | theguardian.com.

Athugasemdir

álit

Tengt efni