spot_img

Glerþakið slapp órispað: Um árangur kvenna á Óskarnum 2014

Stórasta "selfie" í heimi.
Stórasta „selfie“ í heimi.

„Glerþakið stendur nokkuð órispað eftir þessa Óskarsverðlaunahátíð, þar sem meirihluti gullkallana fór til hvítu kallanna eins og öll önnur ár,“ segir Þóra Kristín Þórsdóttir á Knúzinu þar sem hún skoðar ýmsa fleti nýliðinnar hátíðar.

Þóra Kristín segir m.a.:

„Óskarsverðlaunin voru veitt í 86. skipti í ár og voru að mörgu leyti fyrirsjáanleg, enda tilnefningarnar í anda fyrri ára. Eins og hent hefur átján sinnum áður var Meryl Streep tilnefnd til verðlauna og tóken „verum meðvituð um heiminn“-kvikmynd ársins fékk sitt sæti í keppninni um bestu kvikmyndina. Þar sem konur fá alltaf meiri athygli á þessari hátíð, þótt útlitstengd sé, fer það framhjá mörgum hvernig tilefni hátíðarinnar, frammistöðuverðlaunin sjálf, skiptast eftir þáttum eins og kyni, aldri og litarhætti. Það er því ekki úr vegi að líta á verðlaunaveitingar þessa árs og skoða þær í samanburði við fyrri ár. Ekki síst er góð ástæða til þess nú þar sem Óskarsverðlaunahátíðin í ár hafði yfirbragð fjölbreytni; lesbía var kynnir, mynd svarts leikstjóra var valin besta myndin, svört kona fékk verðlaun sem besta leikkona í aukahlutverki og mexíkanskur leikstjóri var valinn besti leikstjórinn.“

Sjá nánar hér: Glerþakið slapp órispað: Um árangur kvenna á Óskarnum 2014 | *knúz*.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR