Tólf Eddur til “Vonarstrætis”

Edduverðlaunahafar 2015 ásamt kynninu, Eddu Björg Eyjólfsdóttur. Mynd: Vísir/Andri Marinó.
Edduverðlaunahafar 2015 ásamt kynninu, Eddu Björg Eyjólfsdóttur. Mynd: Vísir/Andri Marinó.

Vonarstræti Baldvins Z hlaut alls tólf Eddur á nýafstaðinni Edduverðlaunahátíð, þar á meðal fyrir mynd ársins, leikstjóra, handrit og aðalhlutverk kvenna og karla. Þá hirti RÚV flest verðlaunin sjónvarpsmegin.

Helgi Björnsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir fengu Eddu fyrir hlutverk sín í kvikmyndinni París norðursins.

Hraunið var valið leikið sjónvarpsefni ársins og titillinn sjónvarpsmaður ársins kom í hlut Brynju Þorgeirsdóttur. Stuttmyndin Hjónabandssæla og heimildamyndin Höggið unnu Edduna hvor í sínum flokki.

Sjónvarpsmaðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Ómar Ragnarsson hlaut Heiðursverðlaun Eddunnar 2015 fyrir framlag sitt til sjónvarpssögu Íslendinga og var bókstaflega dreginn inn á sviðið af heiðurslöggunum Geir og Grana.

Niðurstöðurnar voru þessar:

KVIKMYND ÁRSINS
Vonarstræti – framleiðendur Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp

LEIKSTJÓRI ÁRSINS
Baldvin Z – Vonarstræti

HANDRIT ÁRSINS
Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson – Vonarstræti

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Þorsteinn Bachmann – Vonarstræti

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Helgi Björnsson-  París norðursins

LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS
Hraunið – framleiðendur Lilja Ósk Snorradóttir og Snorri Þórisson.

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Hera Hilmarsdóttir – Vonarstræti

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Nanna Kristín Magnúsdóttir – París norðursins

BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS
Ævar vísindamaður (RÚV)

BRELLUR ÁRSINS
Bjarki Guðjónsson – Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst

BÚNINGAR ÁRSINS
Margrét Einarsdóttir – Vonarstræti

FRÉTTA- EÐA VIÐTALSÞÁTTUR ÁRSINS
Landinn (RÚV)

GERVI ÁRSINS
Kristín Júlla Kristjánsdóttir – Vonarstræti

HEIÐURSVERÐLAUN EDDUNNAR
Ómar Ragnarsson

HEIMILDAMYND ÁRSINS
Höggið – framleiðendur Elf films

HLJÓÐ ÁRSINS
Árni Benediktsson, Huldar Freyr Arnarsson og Pétur Einarsson – Vonarstræti

KLIPPING ÁRSINS
Sigurbjörg Jónsdóttir – Vonarstræti

KVIKMYNDATAKA ÁRSINS
Jóhann Máni Jóhannsson – Vonarstræti

LEIKMYND ÁRSINS
Gunnar Pálsson – Vonarstræti

LÍFSSTÍLSÞÁTTUR ÁRSINS
Hæpið (RÚV)

MENNINGARÞÁTTUR ÁRSINS
Vesturfarar (RÚV)

SJÓNVARPSMAÐUR ÁRSINS
Brynja Þorgeirsdóttir (RÚV)

SKEMMTIÞÁTTUR ÁRSINS
Orðbragð (RÚV)

STUTTMYND ÁRSINS
Hjónabandssæla -framleiðendur Dórundur og Sagafilm

TÓNLIST ÁRSINS
Ólafur Arnalds – Vonarstræti

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR