Heim Bransinn Tólf Eddur til "Vonarstrætis"

Tólf Eddur til „Vonarstrætis“

-

Edduverðlaunahafar 2015 ásamt kynninu, Eddu Björg Eyjólfsdóttur. Mynd: Vísir/Andri Marinó.
Edduverðlaunahafar 2015 ásamt kynninu, Eddu Björg Eyjólfsdóttur. Mynd: Vísir/Andri Marinó.

Vonarstræti Baldvins Z hlaut alls tólf Eddur á nýafstaðinni Edduverðlaunahátíð, þar á meðal fyrir mynd ársins, leikstjóra, handrit og aðalhlutverk kvenna og karla. Þá hirti RÚV flest verðlaunin sjónvarpsmegin.

Helgi Björnsson og Nanna Kristín Magnúsdóttir fengu Eddu fyrir hlutverk sín í kvikmyndinni París norðursins.

Hraunið var valið leikið sjónvarpsefni ársins og titillinn sjónvarpsmaður ársins kom í hlut Brynju Þorgeirsdóttur. Stuttmyndin Hjónabandssæla og heimildamyndin Höggið unnu Edduna hvor í sínum flokki.

Sjónvarpsmaðurinn og þúsundþjalasmiðurinn Ómar Ragnarsson hlaut Heiðursverðlaun Eddunnar 2015 fyrir framlag sitt til sjónvarpssögu Íslendinga og var bókstaflega dreginn inn á sviðið af heiðurslöggunum Geir og Grana.

Niðurstöðurnar voru þessar:

KVIKMYND ÁRSINS
Vonarstræti – framleiðendur Ingvar Þórðarson og Júlíus Kemp

LEIKSTJÓRI ÁRSINS
Baldvin Z – Vonarstræti

HANDRIT ÁRSINS
Baldvin Z og Birgir Örn Steinarsson – Vonarstræti

LEIKARI ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Þorsteinn Bachmann – Vonarstræti

LEIKARI ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Helgi Björnsson-  París norðursins

LEIKIÐ SJÓNVARPSEFNI ÁRSINS
Hraunið – framleiðendur Lilja Ósk Snorradóttir og Snorri Þórisson.

LEIKKONA ÁRSINS Í AÐALHLUTVERKI
Hera Hilmarsdóttir – Vonarstræti

LEIKKONA ÁRSINS Í AUKAHLUTVERKI
Nanna Kristín Magnúsdóttir – París norðursins

BARNA- OG UNGLINGAEFNI ÁRSINS
Ævar vísindamaður (RÚV)

BRELLUR ÁRSINS
Bjarki Guðjónsson – Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst

BÚNINGAR ÁRSINS
Margrét Einarsdóttir – Vonarstræti

FRÉTTA- EÐA VIÐTALSÞÁTTUR ÁRSINS
Landinn (RÚV)

GERVI ÁRSINS
Kristín Júlla Kristjánsdóttir – Vonarstræti

HEIÐURSVERÐLAUN EDDUNNAR
Ómar Ragnarsson

HEIMILDAMYND ÁRSINS
Höggið – framleiðendur Elf films

HLJÓÐ ÁRSINS
Árni Benediktsson, Huldar Freyr Arnarsson og Pétur Einarsson – Vonarstræti

KLIPPING ÁRSINS
Sigurbjörg Jónsdóttir – Vonarstræti

KVIKMYNDATAKA ÁRSINS
Jóhann Máni Jóhannsson – Vonarstræti

LEIKMYND ÁRSINS
Gunnar Pálsson – Vonarstræti

LÍFSSTÍLSÞÁTTUR ÁRSINS
Hæpið (RÚV)

MENNINGARÞÁTTUR ÁRSINS
Vesturfarar (RÚV)

SJÓNVARPSMAÐUR ÁRSINS
Brynja Þorgeirsdóttir (RÚV)

SKEMMTIÞÁTTUR ÁRSINS
Orðbragð (RÚV)

STUTTMYND ÁRSINS
Hjónabandssæla -framleiðendur Dórundur og Sagafilm

TÓNLIST ÁRSINS
Ólafur Arnalds – Vonarstræti

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.

Wonder Woman, Ísland og framtíðin

Warner Bros. hefur tilkynnt að Wonder Woman 1984 verði frumsýnd samtímis í kvikmyndahúsum og á streymisveitu þeirra, HBO Max, þann 25. desember næstkomandi. Þetta eru enn ein tímamótin í sögu kvikmyndanna sem heimsfaraldurinn hefur ýtt undir. Hvað gæti þetta þýtt fyrir íslenskar kvikmyndir?

Netflix, RÚV og ZDF á bakvið ÓFÆRÐ 3

Netflix, RÚV og ZDF, ein stærsta sjónvarpsstöð Þýskalands, koma að framleiðslu þriðju syrpu þáttaraðarinnar Ófærð, sem nú kallast Entrapped. Tökur standa yfir.