spot_img

Vilja kanna efnahagsáhrif kvikmynda

Herramennirnir Ben Stiller og Tom Cruise voru báðir hér við upptökur 2012.
Herramennirnir Ben Stiller og Tom Cruise voru báðir hér við upptökur 2012.

Ellefu stjórnarþingmenn, þar meðal Vigdís Hauksdóttir formaður Fjárlaganefndar og Guðlaugur Þór Þórðarson varaformaður nefndarinnar hafa óskað þess að iðnaðar- og viðskiptaráðherra flytji Alþingi skýrslu um úttekt á hagrænum áhrifum kvikmyndagerðar á Íslandi.

RÚV greinir frá.

Leggja á áherslu á svæðisbundin áhrif og á skýrslan að vera tilbúin ekki síðar en í mars á næsta ári. Í greinargerð með beiðninni er bent á að skatttekjur ríkisins vegna kvikmynda hafi verið um 4,42 milljarðar króna árið 2010, en framlög í Kvikmyndasjóð og í endurgreiðslu á kostnaði það ár hafi verið um 830 milljónir króna þannig að ávinningur ríkisins vegna kvikmynda hafi verið um 3,6 milljarðar króna það ár. Sóknarfæri í kvikmyndageiranum ættu að vera mikil ef rétt sé haldið á málum og nauðsynlegt fyrir stjórnvöld að ígrunda vel hvernig best er að styðja við þennan geira.

Nefnd eru nokkur dæmi hér og erlendis um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á tiltekin landssvæði, eins og Flags of Our Fathers eftir Clint Eastwood sem tekin var að hluta á Suðurnesjum, áhrif myndanna um Wallander lögreglumann á sænska bæinn Ystad og Skán og bandarísku rauðvínsmyndarinnar Sideways á borgina Santa Barbara í Kaliforníu.

Sjá nánar hér: Vilja kanna efnahagsáhrif kvikmynda | RÚV.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR