spot_img

VOLAÐA LAND tilnefnd til Film Independent Spirit verðlaunanna í Bandaríkjunum, ratar víða á lista yfir bestu myndir ársins

Volaða land eftir Hlyn Pálmason hlaut í gær tilnefningu til Film Independent Spirit verðlaunanna í Bandaríkjunum í flokki erlendra mynda ársins. Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk kvikmynd er tilnefnd til þessara eftirsóttu verðlauna.

Meðal annarra tilnefndra mynda í flokki erlendra mynda eru Anatomy of a Fall eftir Justine Triet, sem hlaut Gullpálmann í vor og er nú sýnd í Bíó Paradís og The Zone of Interest eftir Jonathan Glazer, sem er nýútkomin og hefur verið að fá frábæra dóma.

Verðlaun verða veitt í Los Angeles þann 25. febrúar næstkomandi.

Lista yfir allar tilnefningar má sjá hér.

Þá hefur Volaða land verið að birtast að undanförnu á mörgun listum ýmissa bandarískra fjölmiðla yfir bestu kvikmyndir ársins og má þar meðal annars nefna Indiewire, The New York Times, Vanity Fair og The Hollywood Reporter.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR