„Hvað er svona merkilegt við það“ vann Skjaldborg

Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Halla Kristín Einarsdóttir með Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2015.
Hrafnhildur Gunnarsdóttir og Halla Kristín Einarsdóttir með Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgar 2015.

Heimildamynd Höllu Kristínar Einarsdóttur Hvað er svona merkilegt við það? hlaut Einarinn, áhorfendaverðlaun Skjaldborgarhátíðarinnar sem lauk í gærkvöldi. Myndin er framhald annarrar myndar Höllu Kristínar, Konur í rauðum sokkum, sem einnig hlaut sömu verðlaun 2009.

Myndin fjallar um kvennaframboðin sem birtust á stjórnmálasviðinu á níunda áratug síðustu aldar í kjölfar hinna róttæku kvennabaráttu áratugarins á undan.

Hrafnhildur Gunnarsdóttir framleiddi myndina fyrir Krumma Films.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR