spot_img

20 nýjar heimildamyndir á Skjaldborg, 10 verk í vinnslu, dómnefndarverðlaun bætast við

Kristín Andrea Þórðardóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir stýra Skjaldborg í ár.

Skjaldborg, hátíð íslenskra heimildamynda, fer fram 2.-5. júní næstkomandi á Patreksfirði. Tilkynnt hefur verið um þær myndir sem taka þátt í hátíðinni, en hún er nú haldin í tólfta sinn.

Dómnefndarverðlaunum bætt við

Áhorfendaverðlaun („Einarinn“) hafa hingað til verið einu verðlaun hátíðarinnar, en að þessu sinni verður dómefndarverðlaunum bætt við. Í dómnefnd sitja leikstjórarnir Ísold Uggadóttir, sem nú leggur lokahönd á fyrstu bíómynd sína Andið eðlilega – og Halla Kristín Einarsdóttir sem hlaut verðlaun hátíðarinnar 2015 fyrir Hvað er svona merkilegt við það?, ásamt ástralska framleiðandanum Krishnan Aora, sem starfar á SBS sjónvarpsstöðinni í Ástralíu. Aora vann um árabil við dagskrárgerð og framleiðslu heimildamynda hjá BBC og síðar Arte og hefur framleitt fjölda verðlaunaðra heimildamynda.

Heiðursgestir

Heiðursgestir Skjaldborgarhátíðarinnar í ár eru listamennirnir Steina og Woody Vasulka, heimsþekktir frumkvöðlar í videolist í heiminum. Þau hittust í Prag á sjöunda áratugnum en þá var Woody kvikmyndagerðarmaður og Steina fiðluleikari. Þau giftust og fluttu saman til New York þar sem þau hófu myndrænar tilraunir með hina nýfæddu videolist og ráku um árabil hið fræga listamannarými The Kitchen sem enn starfar í dag. Síðar fluttu þau til Santa Fe og vinna þar áfram að tilraunum sínum.

Auk sýninga á myndum eftir þau í Skjaldborgarbíó og masterclass í kjölfarið verða fleiri verk þeirra sýnd í nýju listamannarými á Patreksfirði sem tilheyrir húsinu Merkisteini – rýmið nefnist einfaldlega Húsið og er í eigu Arons Inga Guðmundssonar og Julie Gasiglia. Aron er þriðji maðurinn í stjórn Skjaldborgar og Julie gerir grafíkina í ár. Verkin sem sýnd verða í Húsinu verða í samvinnu við Listasafn Íslands, sýningastjóri er Kristín Scheving.

Myndirnar

Nýjir stjórnendur hátíðarinnar, Kristín Andrea Þórðardóttir og Helga Rakel Rafnsdóttir, hafa opinberað myndavalið, en alls verða sýndar 20 nýjar myndir auk 10 verka í vinnslu.

Myndirnar eru:

Titill

Leikstjóri

Goðsögnin FC Kareoke Herbert Sveinbjörnsson
Þar sem þú hefur alltaf verið Atli Sigurjónsson
Sveinn á Múla, Íslendingurinn sem varð bensínlaus Marine Ottogalli
Blóð, sviti og derby Inga Óskarsdóttir
Blindrahundur Kristján Loðmfjörð
Stökktu Anna Sæunn Ólafsdóttir
Skjól og skart- handverk og saga íslensku búninganna Ásdís Thoroddsen
Borða, vaxa, elska Thordur Jonsson & Heather Millard
Í kjölfar feðranna Ingvar Ágúst Þórisson/Margrét Jónasdóttir
Ormurinn eða minningarmynd um veröld sem var og áróðursmynd fyrir betri framtíð Garðar Þór Þorkelsson
Lesbos Lúðvík Páll Lúðvíksson
Ég fer bráðum að koma Örvar Hafþórsson
Vopnafjörður Karna Sigurðardottir
Jói Halla B. Randversdóttir og Bergþóra Snæbjörnsdóttir
Rósa María Worms
Jörð og himinn Rúnar Reynisson
A Portrait of Reykjavik Juan Albarran
Siggi’s Gallery Mahesh Raghavan
Bonjour Mammon Elfar Þór
Raise the Bar Guðjón Ragnarsson

Verk í vinnslu

Ýtt úr vör – verk í vinnslu frá 1983 Júlía Björnsdóttir & Víðir Björnsson
Kanarí Magnea Björk Valdimarsdóttir/Marta Sigríður Pétursdóttir
Amma Dreki Harpa Fönn Sigurjónsdóttir
Aftur heim ? Dögg Mósesdóttir
Johnny King Árni Sveinsson og Andri Freyr Viðarsson
Pjötlurnar Janus Bragi Jakobsson og Loji Höskuldsson
Lambaljósmóðirin Bjargey Ólafsdóttir
Vasulka Experience Hrafnhildur Gunnarsdóttir
Kanema´s Song (Söngur ömmu Kanemu) Anna Þóra Steinþórsdóttir
Ekki einleikið Ásthildur Kjartansdóttir

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR