spot_img

Eftirsóttir (verðlauna) “Hrútar”

Verðlaunahrútar?
Verðlaunahrútar.

Fimm markaðir til viðbótar hafa nú fest kaup á Hrútum Gríms Hákonarsonar frá því Cannes lauk.

Bretland, Spánn, Ítalía, Ungverjaland og Mið-Austurlönd hafa nú bæst í hóp þeirra landa sem tryggt hafa sér myndina til sýningar.

Áður hafði myndin verið seld til Benelux landanna, Grikklands, Taiwan, Frakklands, Þýskalands, Austurríkis, Sviss, Noregs, Danmerkur, Svíþjóðar, Finnlands, Ástralíu, Tyrklands, fyrrum ríkja Júgóslavíu og Japan.

Samningur um sölu á Bandaríkjamarkaði er í burðarliðnum.

Sjá: Cannes: Un Certain Regard Winner ‘Rams’ Sells to Further Territories (EXCLUSIVE)

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR