Fleiri kaupa „Hrúta“

1218291_RamsSala á Hrútum Gríms Hákonarsonar gengur vel á markaðinum í Cannes. Sölufyrirtækið New Europe Film Sales hefur nú tilkynnt um sölur á myndinni til níu markaða, sem bætast við fyrri sölur.

Löndin eru: Austurríki, Þýskaland, Sviss, Noregur, Ástralía, lönd fyrrum Júgóslavíu, Tyrkland, Japan og Skandinavía (utan Noregs og Íslands).

Samningar við breska og bandaríska aðila munu vera í burðarliðnum.

Sjá nánar hér: Cannes title ‘Rams’ finds more homes

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR