[Stikla] RAMS, ástralska útgáfan af HRÚTUM Gríms Hákonarsonar

Langt er síðan Klapptré skýrði frá því að verið væri að gera ástralska kvikmynd byggða á Hrútum Gríms Hákonarsonar. Stikla myndarinnar hefur nú litið dagsins ljós.

Myndin skartar þeim Michael Caton og Sam Neil í hlutverkum bræðranna sem Theódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson léku í mynd Gríms.

Í áströlsku útgáfunni eru bræðurnir sauðfjárbændur í afskekktri ástralskri sveit og hafa, líkt og í íslensku myndinni, ekki talast við í fjörutíu ár.  Þegar sjaldgæf veiki greinist í sauðfé annars þeirra setur það tilveruna í algjört uppnám.

Kvikmynd Gríms hlaut fjölda verðlauna jafnt hérlendis sem erlendis. Hún vann til 11 Edduverðlauna, þar á meðal sem besta mynd ársins og Un Certain Regard-verðlaunanna á kvikmyndahátíðinni í Cannes.

Sjá nánar hér: Fyrsta stiklan úr áströlsku útgáfunni af Hrútum

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR