Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Michael Caton og Sam Neill fara með hlutverk bræðranna sem Theódór Júlíusson og Sigurður Sigurjónsson léku í mynd Gríms.

Þá hefur Sam Neill verið tilnefndur til AACTA verðlaunanna áströlsku sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir leik sinn í myndinni.

HEIMILDFilmink
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR