Jörundur Rafn Arnarson: Því minni at­hygli sem maður fær fyr­ir brell­urn­ar því ánægðari er maður

Jörundur Rafn Arnarson myndbrellumeistari var inn þeirra sem stýrðu myndbrelllum (VFX) við gerð kvikmyndarinnar Triangle of Sadness, sem hlaut Gullpálmann á Cannes í vor sem og Evrópsku kvikmyndaverðlaunin sem mynd ársins á dögunum. Hann ræddi við Morgunblaðið um starf sitt.

Segir á vef mbl.is

Íslend­ing­ar gera sig æ meira gild­andi í hinum stóra heimi kvik­mynda og sjón­varps­efn­is og hafa ýmsa aðkomu að verk­efn­um áður en mynd­irn­ar birt­ast okk­ur á hvíta tjald­inu.

Jör­und­ur Rafn Arn­ar­son hef­ur skapað sér nafn í mynd­brell­um í fram­leiðslu sjón­varps­efn­is og kvik­mynda. Jör­und­ur vann til að mynda í tvo mánuði við kvik­mynd­ina Triangle of Sa­dness sem hlaut Gullpálm­ann á kvik­mynda­hátíðinni í Cann­es fyrr á ár­inu.

Mbl.is tók Jör­und tali og spurði hvort því fylgi ekki nota­leg til­finn­ing þegar mynd eins og þessi fær virt verðlaun og menn hafa lagt á sig mikla vinnu til að hún sé sem best úr garði gerð.

„Jú fyr­ir mig og mína koll­ega sem komu að þessu verk­efni þá fylg­ir þessu frá­bær til­finn­ing. Við töl­um stund­um um okk­ar vinnu sem ósýni­leg­ar brell­ur vegna þess að eng­inn er að spá í þessu í mynd eins og þess­ari. Aðallega vegna þess að í þess­um atriðum eru ekki risaeðlur eða geim­skip og fólk velt­ir því brell­um ekki fyr­ir sér í þess­um atriðum,“ seg­ir Jör­und­ur en engu að síður eru atriðin þannig að ekki er hægt að taka þau upp með hefðbundn­um hætti.

Stórleikarinn Woody Harelsson leikur í Triangle of Sadness. Hér er …
Stór­leik­ar­inn Woo­dy Har­els­son leik­ur í Triangle of Sa­dness. Hér er hann ásamt Ar­vin Kan­ani­an við tök­ur á mynd­inni. Ljós­mynd/​Fredrik Wenzel

„Þetta eru eðli­leg­ir at­b­urðir en þó ekki hægt að taka atriðin upp sem venju­leg atriði. Þá finnst manni auðvitað skemmti­legt að þess­ar brell­ur fari und­ir smá­sjá og eng­inn setji út á neitt. Yf­ir­leitt er það þannig að því minni at­hygli sem maður fær fyr­ir brell­urn­ar því ánægðari er maður, eins und­ar­lega og það hljóm­ar.

Hjá mér fer þó iðulega meira af mín­um tíma í tök­ur held­ur en eft­ir­vinnsl­una. Tök­urn­ar eru mitt sér­svið.“

Starfar mikið með Peter Hjorth

Hvernig kom það til að Jör­und­ur fékk tæki­færi til að vinna að mynd­inni Triangle of Sa­dness?

„Ég hef átt sam­starf við dansk­an brellu­stjóra, Peter Hjorth, sem er af­kasta­mik­ill og mjög þekkt­ur í brans­an­um í Evr­ópu. Hann hef­ur séð að miklu leyti um brell­urn­ar fyr­ir Lars Von Trier síðustu tutt­ugu árin eða svo. Starfs­heiti mitt er visual ef­fects supervisor á ensku en hér heima höf­um við kallað þetta mynd­brellu­meist­ari. Í því felst að maður tek­ur þátt í und­ir­bún­ingi kvik­mynd­ar varðandi tölvu­brell­ur, tek­ur þátt í upp­tök­un­um sjálf­um og síðar tek­ur við eft­ir­vinn­an þar sem brell­urn­ar sjálf­ar eru gerðar,“ seg­ir Jör­und­ur en hann seg­ist hafa öðlast tals­verða reynslu þegar hann starfaði í þrjú ár við þætt­ina frægu Game of Thrones.

„Varðandi aðkomu mína að Triangle of Sa­dness þá kom upp sú staða að Peter gat ekki verið viðstadd­ur tök­urn­ar. Hann var að vinna að stóru verk­efni fyr­ir Lars von Trier í Dan­mörku á sama tíma en Triangle of Sa­dness var tek­in upp í Svíþjóð. Hann fékk mig því til að vera í tök­un­um og ég var í tvo mánuði í Troll­hätt­an í Svíþjóð.“

Jörundur við störf á Triangle of Sadness.
Jör­und­ur við störf á Triangle of Sa­dness.

Mynd­in fékk eins og áður seg­ir aðal­verðlaun­in á kvik­mynda­hátíðinni kunnu í Cann­es en at­hygl­is­vert má kalla að Jör­und­ur vann við tvær þeirra mynda sem til­nefnd­ar voru. 

„Mig minn­ir að fjór­ar mynd­ir hafi verið til­nefnd­ar til Gullpálm­ans en við Peter kom­um einnig að mynd sem var til­nefnd sem heit­ir Holy Spi­der.“

Þarf að hafna verk­efn­um í hverj­um mánuði

Jör­und­ur er með fyr­ir­tæki hér heima en ferðast skilj­an­lega mikið vegna vinn­unn­ar og er í sam­starfi við fyr­ir­tæki er­lend­is. Spurður um hvort hanni hafi nóg að gera í svo sér­hæfðu starfi seg­ist Jör­und­ur þurfa að hafna verk­efn­um vegna anna um þess­ar mund­ir.

„Vin­sæld­ir Íslands, ásamt sam­keppn­inni sem rík­ir hjá streym­isveit­um, gera það að verk­um að ég hef alltof mikið að gera. Vöxt­ur­inn í brans­an­um hef­ur verið mik­ill og verk­efn­um hef­ur fjölgað fyr­ir okk­ur sem erum í mynd­brell­um. Áður voru nokkr­ar Hollywood­mynd­ir fram­leidd­ar á ári sem ætluðu sér stóra hluti í kvik­mynda­hús­um og settu fé í brell­ur. En nú er mun meira efni í alþjóðlegri dreif­ingu þar sem hugsað er út í þenn­an þátt. Til dæm­is eru serí­ur á streym­isveit­um gjarn­ar á að not­ast við mynd­brell­ur.

Ég þarf að ýta frá mér nokkr­um verk­efn­um í hverj­um mánuði. Þegar mest var í sum­ar þá þurfti ég að hafna tveim­ur til þrem­ur fyr­ir­spurn­um á dag. Nú get ég farið að velja bet­ur verk­efni frek­ar en að segja já við fyrstu fyr­ir­spurn­um sem ber­ast,“ seg­ir Jör­und­ur sem er reynd­ur eft­ir að hafa verið í tutt­ugu ár í brans­an­um. Hann seg­ist vera sjálflærður í fag­inu en hafi öðlast dýr­mæta reynslu þegar hann starfaði fyr­ir Framestore.

Sænski knattspyrnukappinn Zlatan Ibrahimovic hinkrar á meðan Jörundur gerir allt …
Sænski knatt­spyrnukapp­inn Zlat­an Ibra­himovic hinkr­ar á meðan Jör­und­ur ger­ir allt klárt fyr­ir tök­ur á aug­lýs­ingu fyr­ir Telia. Jör­und­ur seg­ir Ibra­himovic hafa staðið und­ir vænt­ing­um og verið stór­skemmti­leg­ur í sam­starfi.

„Framestore er eitt stærsta brellu­fyr­ir­tæki í heim­in­um og var með úti­bú hérna á Íslandi sem Daði Ein­ars­son setti upp og stýrði. Þar unn­um við aðallega í Hollywood­mynd­um og ég var þar í fimm ár eða þar til ég stofnaði mitt eigið fyr­ir­tækið. Var það mesti skól­inn fyr­ir mig.“

Vann í eyðimörk­inni í tvo mánuði

Spurður um hvað sé framund­an seg­ist Jör­und­ur hafa eytt sumr­inu að mestu í Sádí-Ar­ab­íu þar sem hann var við tök­ur og eft­ir­vinnsl­an sé framund­an.

Íslendingurinn í Sádí Arabíu í sumar.
Íslend­ing­ur­inn í Sádí Ar­ab­íu í sum­ar.

„Þar er verið að fram­leiða stærstu sjón­varps­seríu sem gerð hef­ur verið fyr­ir markaðinn í þeim heims­hluta. Kannski mætti lýsa þessu eins og Game of Thrones fyr­ir ar­ab­íska heim­inn. Er þetta unnið upp úr bók­um sem voru afar vin­sæl­ar í þess­um heims­hluta og eru byggðar á þjóðsög­um frá fyrri tíma Íslam. Þetta var ótrú­legt æv­in­týri og gekk bara vel. Ég var í tvo mánuði í eyðimörk­inni yfir há­sum­arið og fékk því að finna fyr­ir hit­an­um. Ég sló per­sónu­legt met í því.

En framund­an er mik­il eft­ir­vinnsla varðandi það efni því þarna komu fyr­ir alls kyns ver­ur. Þetta er skemmti­legt verk­efni og ég verð í því í all­an vet­ur ásamt danskri kvik­mynd,“ seg­ir Jör­und­ur í sam­tali við mbl.is.

HEIMILDMbl.is
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR