Fimmtán sækja um stöðu forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands

Alls bárust 15 umsóknir um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Umsóknarfrestur rann út þann 12. desember síðastliðinn.

Í frétt á vef Stjórnarráðsins segir að þriggja manna hæfnisnefnd skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra. Ekkert er minnst á aðkomu Kvikmyndaráðs, en í auglýsingu sem birtist í lok nóvember var tekið fram að ráðherra skipi í starfið að fenginni umsögn Kvikmyndaráðs. Sagði þar ennfremur að ráðherra muni að auki skipa ráðgefandi þriggja manna hæfnisnefnd sem metur hæfni umsækjenda og skilar greinargerð til ráðherra.

Fréttin er svohljóðandi:

Alls bárust 15 umsóknir um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands, en staðan var auglýst þann 28. nóvember sl. og umsóknarfrestur rann út þann 12.desember sl.

Þriggja manna hæfnisnefnd skipuð af menningar- og viðskiptaráðherra mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til ráðherra.

Menningar- og viðskiptaráðherra skipar í embættið til fimm ára frá og með 18. febrúar 2023.

Umsækjendur um embætti forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands:

Börkur Gunnarsson, rektor
Christof Wehmeier, kynningarstjóri
Gísli Snær Erlingsson, kvikmyndaleikstjóri
Guðmundur Breiðfjörð, markaðs-, sölu- og viðburðasérfræðingur
Henný Adólfsdóttir, sölustjóri
Hólmgeir Baldursson, umboðsmaður
Hrönn Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri
Jón Óskar Hallgrímsson, fjármála- og rekstrarstjóri
Karólína Stefánsdóttir, verkefnastjóri
Kristín Amalía Atladóttir, framkvæmdastjóri
Marteinn Ibsen Ibsensson, kvikmyndagerðamaður
Michael Lane, verkefnastjóri
Ólöf Rún Skúladóttir, fréttamaður
Pálmi Guðmundsson, dagskrárstjóri
Sigurrós Hilmarsdóttir, framleiðslustjóri

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR