Ugla Hauksdóttir ráðin leikstjóri á THE POWER, nýrri þáttaröð frá Amazon Studios

Ugla Hauksdóttir.

Ugla Hauksdóttir (Ófærð) hefur verið ráðin til að leikstýra tveimur þáttum í nýrri þáttaröð á vegum Amazon Studios, The Power.

Deadline skýrir frá. Þættirnir verða alls tíu talsins og skarta bæði þekktum og upprennandi leikurum, þar á með John Leguizamo og Leslie Mann. Allir þættirnir eru skrifaðir af konum og er stefnt að því að konur verði einnig eingöngu í leikstjórasætinu.

Framleiðendurnir hafa meðal annars staðið á bakvið seríur á borð við The Handmaid’s Tale, Chernobyl og Little Drummer Girl.

Ugla útskrifaðist í kvikmyndaleikstjórn frá Columbia University í New York árið 2016 og leikstýrði meðal annars tveimur þáttum í annarri syrpu Ófærðar.

Deadline lýsir verkinu svo:

“The world of The Power is our world, but for one twist of nature. Suddenly, and without warning, all teenage girls in the world develop the power to electrocute people at will. It’s hereditary, it’s inbuilt, and it can’t be taken away from them. Coming alive to the thrill of pure power: the ability to hurt or even kill by releasing electrical jolts from their fingertips, they rapidly learn they can awaken the Power in older women. Soon enough nearly every woman in the world can do it. And then everything is different.”

Sjá nánar hér: John Leguizamo, Toheeb Jimoh, Ria Zmitrowicz And 4 Others Join All Female-Directed Amazon Thriller Series ‘The Power’ – TCA

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR