Opnað fyrir innsendingar til Edduverðlauna

Opnað hefur verið fyrir innsendingar á kvikmynda- og sjónvarpsverkum fyrir Edduna 2020. Gjaldgeng eru verk, frumsýnd opinberlega á tímabilinu 1. janúar til 31. desember 2019. Innsendingarferlið er að fullu rafrænt á sérstakri innsendingarsíðu Eddunnar. Framleiðslufyrirtæki fylla þar út allar upplýsingar um viðeigandi verk, greiða innsendingargjald og hlaða verkum upp til ÍKSA.

Gjald fyrir innsent verk í einn af aðalflokkum Eddunar er kr 25.000 kr og innsending í fagverðlaunaflokk kostar kr 5.000 (verð eru án vsk).

Frestur til að senda inn verk rennur út á miðnætti þriðjudaginn 21. janúar, 2020 og strax í kjölfarið hefja valnefndir Eddunnar störf.

Sjá nánar um reglur Eddunnar hér.

Edduverðlaunin verða afhent í tuttugusta sinn þann 20. mars næstkomandi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR