Rvk Feminist Film Festival hefst í kvöld

Nýrri kvikmyndahátíð, Rvk Feminist Film Festival, verður hleypt af stokkunum í kvöld í Bíó Paradís og Norræna húsinu. Hátíðinni er ætlað að vera vettvangur fyrir kvikmyndir eftir konur og stuðla að tengslamyndun kvenna í kvikmyndagerð.

Sýndar verða leiknar myndir, heimildamyndir og stuttmyndir, bæði erlendar og innlendar. Auk þess er boðið uppá panelumræður, spurningar og svör og ýmislegt fleira. Hópur gesta erlendis frá sækir hátíðina en dagskrána má skoða hér í heild.

Eliza Reid forsetafrú setur hátíðina í kvöld kl. 19 í Bíó Paradís. Í kjölfarið mun Elísabet Ronaldsdóttir klippari fá heiðursverðlaun fyrir framlag sitt til kvikmyndagerðar. Að því loknu verður opnunarmyndin, A Regular Woman eftir Sherry Hormann sýnd, en hún svarar síðan spurningum gesta á eftir sýningu.

 

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR