RVK Feminist Film Festival haldin í fyrsta sinn í janúar

RVK Feminist Film Festival fer fram í fyrsta sinn í Bíó Paradís og Icelandair Hótel Marina dagana 16. til 19. janúar 2020. Meginmarkmið hátíðarinnar er að jafna kynjahalla þegar kemur að leikstjórn kvikmynda og því verða einungis sýndar kvikmyndir eftir kvenleikstýrur. Aðstandendur vilja einnig skapa vettvang fyrir konur í kvikmyndabransanum þar sem þær geta hist og myndað tengslanet og rætt kvikmyndaverkefni.

Helstu aðstandendur eru Lea Ævars, stofnandi hátíðarinnar og hátíðarstjóri – framleiðandi og handritshöfundur;  Magnea Helgadóttir, meðstjórnandi hátíðarinnar – framleiðandi og Nara Walker, listrænn stjórnandi hátíðarinnar – listakona. Alexander Hrafn Ragnarsson er tæknistjóri og Róbert Stefánsson er vefstjóri og grafíker.

Dagskráin er í vinnslu en einnig verða Q&A, umræður, og vinnustofur. Stuttmyndakeppnin SYSTIR verður haldin, þar sem valin verður besta íslenska stuttmyndin og besta erlenda stuttmyndin. Kvenleikstýrur geta sent inn stuttmyndirnar sínar á Filmfreeway síðu hátíðarinnar.

Hátíðin verður haldin í samvinnu við Reykjavíkurborg, Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Evrópsku kvikmyndaverðlaunin og fleiri aðila.

Facebook síða hátíðarinnar er hér, en þar eru birtar reglulega fréttir og greinar sem varða konur í kvikmyndagerð.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR