Greining | AGNES JOY mest sótta íslenska myndin 2019, aðsókn dregst mikið saman milli ára

Aðsókn á íslenskar kvikmyndir í bíó 2019 dróst mikið saman miðað við 2018 og nam tæplega 54 þúsund gestum. Samdrátturinn nemur rúmlega tveim þriðju, en þetta er ögn lakari heildaraðsókn en árið 2015. Agnes Joy er mest sótta íslenska mynd ársins.

Samtals voru 16 íslenskar kvikmyndir og heimildamyndir sýndar í kvikmyndahúsum, sem er sama tala og í fyrra.

Tíu nýjar bíómyndir litu dagsins ljós á árinu (tíu myndir 2018) og er þar meðtalin dansk/íslenska myndin Goðheimar, en tvær bíómyndir frá fyrra ári voru einnig í sýningum. Frumsýndar heimildamyndir voru 6 talsins sem er jafn mikið og 2018.

Aðsókn á íslenskar myndir 2019 nam 53.835 gestum í samanburði við 164,031 gesti 2018. Þetta er um 68% samdráttur milli ára, en heildaraðsóknin 2018 var sú mesta síðan 2000. Heildarinnkoma nam um 76 milljónum króna miðað við 240 milljónir króna árið 2018.

Hér má lesa um aðsókn á íslenskar kvikmyndir síðasta aldarfjórðunginn eða svo.

Agnes Joy er mest sótta bíómyndin en vinsælasta heimildamynd ársins er Að sjá hið ósýnilega (The Seer and the Unseen).

Hlutfall íslenskra kvikmynda af heildartekjum er 4,8%, sem er það lægsta síðan 2015.

Hér að neðan má sjá listann yfir aðsókn og tekjur á íslenskar kvikmyndir 2019. Athugað að röðun á listann er eftir aðsókn, sem gæti breytt röðinni lítillega miðað við þann lista sem FRÍSK sendir frá sér þar sem miðað er við tekjur (gerist reyndar ekki að þessu sinni).

HEITIDREIFINGTEKJURAÐSÓKN
Agnes JoySena19.706.353 kr.12.215
Hvítur, hvítur dagurSena16.740.614 kr.11.434
HéraðiðSena15.568.942 kr.10.311
GoðheimarAnnað5.428.696 kr.4.679
ÞorstiSamfilm4.530.928 kr.3.784
Að sjá hið ósýnilega**Bíó Paradís2.832.200 kr.2.537
Vesalings elskendurSena2.661.330 kr.2.195
BergmálSena1.953.384 kr.1.932
EdenSena1.602.550 kr.1.432
TryggðSena1.523.635 kr.1.610
Lof mér að falla*Sena1.027.390 kr.62
Síðasta haustið**Bíó Paradís571.600 kr.385
Kaf**Bíó Paradís519.200 kr.360
Taka 5Bíó Paradís464.400 kr.322
Vasulka áhrifin**Bíó Paradís273.600 kr.180
Gósenlandið**Bíó Paradís258.300 kr.156
Kona fer í stríð*Sena250.550 kr.155
Á skjön - verk og dagar Magnúsar Pálssonar**Bíó Paradís139.950 kr.86
76.053.622 kr.53.835
Heimild: FRÍSK | *Frumsýnd 2018, tölur 2019 | **Heimildamyndir.
Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR