Stuttmyndin „Ungar“ fær áströlsk verðlaun

Rammi úr Ungum.

Stuttmyndin Ungar eftir Nönnu Kristínu Magnúsdóttur hlaut aðalverðlaun Flickerfest hátíðarinnar í Ástralíu í gærkvöldi. Þetta er fyrsta sýning myndarinnar á alþjóðlegum vettvangi og um leið fyrstu alþjóðlegu verðlaun myndarinnar.

Í haust var myndin valin besta stuttmyndin á RIFF og Northern Wave hátíðunum. Hún tekur næst þátt í Gautaborgarhátíðinni sem hefst í lok janúar.

Ungar fjallar um einstæðan föður sem vill uppfylla draum ungrar dóttur sinnar um að halda náttfatapartí fyrir vinkonur sínar, en það verður flóknara en hann hélt vegna allra reglanna í nútímasamfélagi.

Með helstu hlutverk fara Ólafur Darri Ólafsson, Ragnheiður Ugla Ocares Gautsdóttir, Anna Bíbí Wium Axelsdóttir, Agla Bríet Gísladóttir og Vigdís Hrefna Pálsdóttir.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR