„Hjartasteinn“ fær tvenn Scope100 dreifingarverðlaun og tvenn verðlaun í Frakklandi

Guðmundur Arnar tekur við verðlaunum í Annonay.

Hjarta­steinn eftir Guðmund Arnar Guðmundsson hlaut á dögunum Scope100 dreifingarverðlaunin í Portúgal og Svíþjóð sem tryggir myndinni dreifingu í báðum löndum. Myndin hlaut svo um helgina dómnefndarverðlaun ungmenna og sérstök verðlaun dómnefndar á Festival International du Premier Film d’Annonay í Frakklandi.

Þetta er fjórða vikan í röð sem Hjartasteinn vinnur til alþjóðlegra verðlauna. Myndin hefur unnið til níu alþjóðlegra verðlaun á þessu ári og samtals 22 alþjóðlegra verðlauna frá því hún var heimsfrumsýnd í Feneyjum í ágúst á síðasta ári.

Hjartasteinn hlaut fyrir skemmstu 16 tilnefningar til Edduverðlauna. Edduverðlaunahátíðin fer fram sunnudaginn 26. febrúar næstkomandi.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR