spot_img

“Hjartasteinn” verðlaunuð í Svíþjóð og Mexíkó

Baldur Einarsson með sænsku verðlaunin.

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar vann til tvennra alþjóðlegra verðlauna um síðustu helgi, í Svíþjóð og Mexíkó. Aðalleikarar myndarinnar, Baldur Einarsson og Blær Hinriksson, voru viðstaddir sitthvora hátíðina og veittu verðlaununum viðtöku.

Blær Hinriksson veitti verðlaunum viðtöku í Mexíkó.

Myndin vann til kirkjuverðlauna barna- og unglingahátíðarinnar BUFF í Malmö í Svíþjóð. Verðlaunin samanstanda meðal annars af verðlaunafé upp á 100.000 sænskar krónur. Einnig vann myndin sérstök dómnefndarverðlaun í Premio Maguey hluta alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Guadalajara í Mexíkó.

Hjartasteinn hefur nú unnið til 13 alþjóðlegra verðlauna á árinu ásamt því að vinna til níu Edduverðlauna í síðasta mánuði. Samtals hefur myndin unnið til 26 alþjóðlegra verðlauna frá því hún var heimsfrumsýnd á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ágúst 2016, þar sem hún vann sín fyrstu verðlaun.

Klapptré
Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri er Ásgrímur Sverrisson.

TENGT EFNI

NÝJUSTU FÆRSLUR