Heim Fréttir "Hjartasteinn" komin með 30 alþjóðleg verðlaun

„Hjartasteinn“ komin með 30 alþjóðleg verðlaun

-

Guðmundur Arnar í miðju ásamt aðalleikurum Hjartastein, Baldri Einarssyni og Blæ Hinrikssyni.

Hjartasteinn Guðmundar Arnars Guðmundssonar var  valin besta leikna myndin á Crossing Europe kvikmyndahátíðinni í Linz í Austurríki sem lauk um síðustu helgi. Í fyrrihluta apríl hlaut myndin samskonar verðlaun á Wicked Queer: The Boston LGBT Film Festival í Bandaríkjunum. Alls eru alþjóðleg verðlaun myndarinnar nú 30 talsins.

Hjartasteinn er því sú íslensk bíómynd sem hlotið hefur flest alþjóðleg verðlaun, samkvæmt fyrirliggjandi upplýsingum. Hrútar Gríms Hákonarsonar fylgir fast á eftir með 29 alþjóðleg verðlaun. Báðar myndirnar fengu einnig Edduverðlaun, sú fyrrnefnda 9 en sú síðarnefnda 11.

Alls hafa íslenskar kvikmyndir hlotið 19 alþjóðleg verðlaun það sem af er þessu ári.

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

Ástralska útgáfan af HRÚTUM gerir það gott í heimalandinu, Sam Neill tilnefndur sem besti leikari í aðalhlutverki

Rams, ástralska útgáfan af Hrútum Gríms Hákonarsonar með Sam Neill í aðalhlutverki, er að gera það gott í kvikmyndahúsum Ástralíu þessa dagana. Myndin opnaði í efsta sæti og hefur nú verið sýnd í fimm vikur við miklar vinsældir.

Stiklur þriggja væntanlegra heimildamynda, SÓLVEIG MÍN, HÆKKUM RÁNA og THE AMAZING TRUTH ABOUT DADDY GREEN

IDFA heimildamyndahátíðin sem nú stendur yfir, hefur birt stiklu þar sem þrjár væntanlegar íslenskar heimildamyndir eru kynntar, Sólveig mín eftir Körnu Sigurðardóttur og Claire Lemaire Anspach, Hækkum rána eftir Guðjón Ragnarsson og The Amazing Truth about Daddy Green eftir Olaf de Fleur. Stikluna má skoða hér.