Heim Bransinn Anton Máni Svansson valinn til þátttöku á Producers on the Move á...

Anton Máni Svansson valinn til þátttöku á Producers on the Move á Cannes

-

Anton Máni Svansson framleiðandi.

Anton Máni Svansson hjá Join Motion Pictures, framleiðandi Hjartasteins og meðframleiðandi Vetrarbræðra, hefur verið valinn í Producers on the Move verkefnið sem fram fer í Cannes síðar í maí.

European Film Promotion (EFP) eru samtök 38 evrópskra kvikmyndastofnanna sem leggja áherslu á að kynna og markaðssetja evrópskar kvikmyndir og listamenn um heim allan. Hluti af verkefnum EFP er Producer on the Move kynningin sem haldin er í 18. skipti á kvikmyndahátíðinni Cannes dagana 19.-25. maí.

Á kynningunni eru 20 ungir og efnilegir framleiðendur frá Evrópu valdir til þátttöku til þess að kynna verk sín og styrkja tengslanet sitt.

Allar nánari upplýsingar um verkefnið má finna hér.

Producers on the Move er styrkt af Creative Europe – Media áætlun Evrópusambandsins.

Sjá nánar hér: Anton Máni Svansson valinn til þátttöku á Producers on the Move á Cannes 2017 | Fréttir | Kvikmyndamiðstöð Íslands

Klapptré
Klapptré er sjálfstæður miðill sem birtir fréttir, viðhorf, gagnrýni og tölulegar upplýsingar um íslenska kvikmynda- og sjónvarpsbransann. Ritstjóri og ábyrgðarmaður er Ásgrímur Sverrisson.

NÝJUSTU FÆRSLUR

AGNES JOY framlag Íslands til Óskarsverðlauna

Kvikmyndin Agnes Joy verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2021. Myndin var valin af dómnefnd Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar, en í henni í sátu fulltrúar helstu fagfélaga íslenska kvikmyndaiðnaðarins, auk fulltrúa kvikmyndahúsa, gagnrýnenda og Kvikmyndamiðstöðvar Íslands.

Framsókn vill hækka endurgreiðslur í 35% og tífalda veltu

Stór tæki­færi fel­ast í því að styðja enn frek­ar við kvik­mynda­gerð í land­inu og hækka end­ur­greiðslur af fram­leiðslu­kostnaði í 35% líkt og gert er í lönd­um sem keppa við Ísland um verk­efni, segir Sig­urður Ingi Jó­hanns­son, sam­gönguráðherra og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Íslendingar að verða undir í samkeppni um þjónustuverkefni

Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth segir í viðtali við Fréttablaðið að mörg stór verkefni hafi runnið Íslandi úr greipum undanfarið og að stjórnvöld hafi ekki gert nauðsynlegar breytingar til þess að tryggja samkeppnishæfni landsins. Íslendingar séu að verða undir í alþjóðlegri samkeppni um stór kvikmyndaverkefni út af lágri endurgreiðslu íslenskra stjórnvalda til kvikmyndaframleiðenda.